sudurnes.net
Líkur á öðru eldgosi aukast - Local Sudurnes
Hraðinn á landris­i undir Svartsengi er meiri en hann var fyr­ir gosið við Hagafell og líkur á öðru eldgosi aukast með hverjum degi sem líður. Í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni seg­ir að áfram­hald­andi kviku­söfn­un und­ir Svartsengi muni lík­lega leiða til ann­ars kviku­hlaups og einnig eld­goss. Lík­leg­asta upp­taka­svæði fyr­ir eld­gos er á milli Sýl­ing­ar­fells og Haga­fells. Landri­skúrf­an eins og hún mæld­ist frá kviku­hlaup­inu 10. nóv­em­ber þar til gos hófst 18. des­em­ber ein­kennd­ist af hægt minnk­andi landris­merki þar sem gos hófst þegar veru­lega hafði dregið úr landris­hraðanum, segir í tilkynningunni. Fram kem­ur að þetta ferli muni mjög lík­lega að end­ur­taka sig og að bú­ast megi við að næsta kviku­hlaup geti haf­ist með litl­um fyr­ir­vara þegar draga fer aft­ur úr hraða landriss­ins. Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingar fá KR-inga í heimsókn í kvöldAuðvelda strætófarþegum að finna týnda muniBílfarmar af eldislaxi á leið í pökkun – Vegfarendur sýni aðgátDeiliskipulagsbreytingar við Framnesveg samþykktar í bæjarstjórnFjögur verkefni af Suðurnesjum styrkt af IsaviaOrkurallið 2016: Ekið um Keflavíkurhöfn á föstudagskvöldLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaIcelandair mun kaupa 45 þúsund tonn af HelguvíkureldsneytiÓkeypis í sund fyrir börn að 18 ára aldriNeyðarstjórn HS Veitna virkjuð