Nýjast á Local Suðurnes

Jón og Sigga skemmtu starfsfólki Isavia á Ljósanótt – Myndir!

Starfsmenn Isavia og fjölskyldur þeirra sér glaðan dag og skemmtu sér við ljúfan tónlistarflutning þeirra Jóns Jónssonar og Siggu & Grétars í tilefni Ljósanætur þann 6. september síðastliðinn.

Isavia er einn helsti styrktaraðili hátíðarinnar og er stuðningur fyrirtækisins sérstaklega tengdur heimatónleikunum vinsælu sem haldnir eru í tengslum við hátíðina á föstudagskvöldi. Þeir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, ávörpuðu gesti og buðu þá velkomna áður en fjörið hófst.