Nýjast á Local Suðurnes

Plata á leiðinni frá STORÐ sem býður upp á ókeypis tónleika

Hljómveitin STORÐ heldur sína fyrstu tónleika á Fish house í Grindavík föstudagskvöldið 27. maí. Aðgangur er ókeypis á tónleikana hvar efni af komandi plötu sveitarinnar verður frumflutt.

Hljómsveitina skipa þau Bjarni Geir Bjarnason á gítar, Logi Már Einarsson á bassa, Sturla Ólafsson á slagverk og Sigga Maya sér um sönginn. Á lagalistanum er blús og rokk og annað gaman.

Blúsbandið The Tanks hitar upp fyrir tónleika með gullnum klassikerum og skemmtilegheitu.