Nýjast á Local Suðurnes

Sjö milljarða framkvæmdir við skólahúsnæði

Mynd: Facebook- Ozzo

Endurbætur á hús­næði Myllu­bakka­skóla og Holtaskóla munu kosta Reykjanesbæ um sjö milljarða króna.

Fram­kvæmd­ir við end­ur­bygg­ingu og viðbæt­ur við Myllubakkaskóla munu kosta um fjóra millj­arða króna, samkvæmt áætlun. Framkvæmdirnar munu taka um þrjú ár.

Þá stend­ur til að fara í end­ur­bæt­ur á Holta­skóla og er áætlað að þær kosti þrjá millj­arða. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið.