Nýjast á Local Suðurnes

Miklar framkvæmdir framundan við Bláa lónið

Til stendur að ráðast í framkvæmdir við endurbætur á baðlóni Bláa lónsins í vor. Stefnt að því að stækka útisvæði baðlónsins með því að bæta við nýrri þurrgufu og eimbaði, köldum potti, tveimur misháum nuddfossum, útibekkjum og göngustígum.

Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins, hvar rætt er við markaðsstjóra Bláa lónsins. Hún segir vonir standa til að framkvæmdir geti hafist í vor og þeim ljúki áður en háönn ferðaþjónustunnar hefst í sumar. Í síðari áfanga endurbótanna sem ráðast á í síðar er svo stefnt að því að reisa stærðarinnar viðbyggingu undir búningsklefa og allan veitingarekstur við baðgesti og starfsmannaaðstöðu á norðausturhluta lóðarinnar.