Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarins beztu bæta við stað á KEF

Bæj­ar­ins beztu pyls­ur hafa opnað sinn ann­an sölustað á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða pylsu­vagn sem er í svo­kölluðu „pop-up“ rekstr­ar­rými á biðsvæði í suður­bygg­ingu flug­vall­ar­ins. Fyrir rekur fyrirtækið annan stað í komurými flugstöðvarinnar.

Aðeins þeir farþegar sem eru á leið til Bret­lands, Banda­ríkj­anna og annarra landa utan Schengen-svæðis­ins geta nýtt sér staðinn, sem verður aðeins op­inn í eitt ár.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Isa­via.

„Isa­via aug­lýsti í vet­ur eft­ir aðilum til að reka veit­inga­sölu í pop-up rým­um á biðsvæði í suður­bygg­ingu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Biðsvæðið er fyr­ir farþega sem hafa farið í gegn­um landa­mæri og eru á leið til landa utan Schengen-svæðis­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.