Nýjast á Local Suðurnes

Á fimmta hundrað umsóknir um 33 lóðir

Úthlutun lóða í fyrsta áfanga Hlíðarhverfis í Grindavík hófst þann 16. desember síðast liðinn. Annars vegar var lóðum fyrir einbýlis-, par- og raðhús úthlutað á 54. fundi afgreiðslunefndar byggingarmála og hins vegar lóðum fyrir fjölbýlishús á 93. fundi skipulagsnefndar.  Alls bárust 422 umsóknir í lóðirnar áður en umsóknarfrestur leið. Fjöldi lóða sem lausar voru til umsókna voru 75 sem úthlutað var í 33 úthlutunum. Þá var auglýst laus til úthlutunar lóð fyrir verslun eða þjónustutengda starfsemi sem ekki barst umsókn í.

377 gildar umsóknir bárust í 29 úthlutanir í einbýlishúsa, parhúsa- og raðhúsalóðir.

8 gildar umsóknir bárust í fjölbýlishúsalóðir í 4 úthlutanir. Niðurstaða úthlutunar á fundi skipulagsnefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi þann 21. desember.

Spiladrátt þurfti um hverja úthlutun.