Nýjast á Local Suðurnes

Minna um útstrikanir í Suðurkjördæmi en áður – Mest hjá Sjálfstæðisflokknum

Mynd: Wikipedia

Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir.is hefur frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku.

Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir við Vísi.is að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða.