Nýjast á Local Suðurnes

Jón Axel ekki með landsliðinu á Eurobasket

Jón Axel var valinn íþróttamaður ársins 2015 í Grindavík

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun ekki taka þátt í verkefnum landsliðsins í körfuknattleik í sumar en bakvörðurinn ungi, sem leikur með Davidson háskólanum í Bandaríkunum er enn að jafna sig eftir meiðsli.

Jón Axel mun því hvíla í sumar og reyna að ná sér góðum fyrir annan vetur sinn með Davidson, það er því ljóst að körfuknattleiksmaðurinn ungi mun ekki taka þátt í Eurobasket, sem fram fer í Finnlandi, segir á Vísi.is