Nýjast á Local Suðurnes

Pétur Örn nýr framkvæmdastjóri Lotu – Koma að fjölmörgum verkefnum á Suðurnesjum

Pétur Örn Magnússon verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Lotu ehf. Hann tekur við starfinu þann 1. September af Magnúsi Kristbergssyni sem hefur sinnt starfinu frá 1998. Magnús lætur af starfinu samkvæmt eigin óskum og mun áfram starfa hjá fyrirtækinu. Magnús mun starfa a mannvirkjasviði fyrirtækisins og sinna verkstjórnar- og ráðgjafarverkefnum.

Pétur Örn Magnússon er fæddur árið 1975. Hann lauk mastersnámi í rafmagnsverkfræði frá háskólanum í Álaborg vorið 2003 og hóf þá störf hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar sem síðar sameinaðist VSI öryggisráðgjöf við stofnun Lotu ehf.

Pétur Örn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að stjórn stórra framkvæmda og samskiptum við viðskiptavini Lotu ásamt því að hafa setið í stjórn Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar um árabil þar af nokkur sem ár sem stjórnarformaður. Pétur Örn er giftur Jóhönnu Maríu margmiðlunarfræðingi og saman eiga þau fjögur börn.

Pétur Örn segir: „ Ég er fullur tilhlökkunar að takast á starf framkvæmdastjóra Lotu og vinna með því frábæra starfsfólki sem hér er. Ég hef sjálfur vaxið með fyrirtækinu og veit því fyrir hvað Lota stendur. Lota er vaxandi ráðgjafafyrirtæki með yfir 60 manns sem getur tekið að sér verkefni á flestum sviðum verkfræði og verklegra framkvæmda auk þess að vera leiðandi í öryggismálum.“

Lota hefur starfað mikið á Suðurnesjum undanfarin ár við uppbyggingu á flugvellinum, gagnaverum og súrefnisverksmiðjunni í Vogum auk þess að sinna fjölbreyttum verkefnum í raforkukerfinu.