Nýjast á Local Suðurnes

Bíll fauk út af Grindavíkurvegi – Lögregla varar fólk við að vera á ferðinni

Það hefur vart farið framhjá mörgum að mikið rok er á Reykjanesi í augnablikinu og nú fyrir stundu fauk bíll útaf Grindavíkurveginum. Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni ef hjá því er komist og fara tímanlega af stað ef fólk þarf á annað borð að vera á ferðinni.