Nýjast á Local Suðurnes

Ásmundur hvetur fólk til að hætta viðskiptum við stærsta símafyrirtæki landsins

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvatti fólk til að hætta viðskiptum við stærsta símafyrirtæki landsins, Símann, í umræðum á Alþingi í gær. Ástæðuna sagði hann vera fram­kvæmd­ á útboði á hluta­bréf­um í fyr­ir­tæk­inu ný­lega.

„Við þurf­um þjóðarsókn gegn spill­ingu í banka­kerf­inu og í at­vinnu­líf­inu. Það er al­ger hörm­ung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskipt­um við svona fyr­ir­tæki eins og Sím­ann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskipt­um við þetta fyr­ir­tæki.“ Sagði Ásmundur í umræðum um störf þingsins.

Og hann bætti við:„Við eig­um að sýna sam­stöðu, standa sam­an. Við vilj­um ekki svona viðskipti hér á Íslandi. Við feng­um nóg af því í krepp­unni og vilj­um ekki sjá þetta. Það rík­ir ófriður í sam­fé­lag­inu út af þessu og það er okk­ar að taka á svona mál­um. Setja regl­ur hér í þess­um sal um það að svona viðskipti geti ekki átt sér stað í sam­fé­lag­inu. Sem mis­býður fólki dag eft­ir dag.“

Ásmundur sagði viðbrögð við gagn­rýni hans á það hvernig staðið hafi verið að útboðinu á Ari­on banka fyrir stuttu hafi verið mik­il. Í því tilfelli hafi verið viður­kennt að mis­tök hafi átt sér stað, eng­in mis­tök hafi hinsvegar verið viður­kennd varðandi útboð Sím­ans. Þar virt­ist „skít­astuðull­inn“ vera kom­inn upp í rjáf­ur aft­ur eins og verið hafi fyr­ir kreppu, sagði Ásmundur meðal annars.