Nýjast á Local Suðurnes

Auglýsa eftir presti í Njarðvíkurprestakall

Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti prests í Njarðvíkurprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Viðkomandi prestur mun starfa við hlið sóknarprestsins Baldurs Rafns Sigurðssonar, en skipað er í embættið til fimm ára, frá 1. maí 2017.

Í Njarðvíkurprestakalli eru þrjár starfstöðvar, Kirkjuvogskirkja í Höfnum, Njarðvíkurkirkja í Innri-Njarðvík og Ytri-Njarðvíkurkirkja í Ytri Njarðvík. Allar kirkjurnar eru inni í íbúðarhverfum og nándin við íbúa sóknarinnar því mikil, segir meðal annars í auglýsingu.