Nýjast á Local Suðurnes

Fyrsti bekkur verður fjölmennasti árgangurinn í haust – Undirbúa byggingu skóla í Dalshverfi

Börn fædd árið 2011 sem munu setjast á skólabekk í 1. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar í haust munu skipa fjölmennasta árgang skólanna. Þetta kom fram á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar sl. föstudag.

Nú er hafin vinna við að undirbúa komu nýrra nemenda í grunnskólana í haust og er að ýmsu að hyggja m.a. nemendafjölda. Skráning nýnema fer fram á sjálfsafgreiðsluvefnum Mitt Reykjanes.

Þá kom fram á fundi ráðsins að undirbúningur á byggingu nýs skóla í Dalshverfi í Innri-Njarðvík er í fullum gangi og kynnti Guðlaugur Helgi Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skiplagssviðs Reykjanesbæjar þá vinnu sem þar er í gangi og sýndi nefndarmönnum meðal annars teikningar af fyrirhugaðri skólabyggingu.