Nýjast á Local Suðurnes

Brenndist illa á fæti eftir fall í sjóðandi leirpytt

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út upp úr miðnætti í nótt ásamt lögreglu og sjúkrabíl vegna manns sem hafði runnið ofan í sjóðandi leirpytt við Engjahver nærri Grænavatni. Maðurinn var mikið brenndur á fæti.

Í tilkynningu á vef sveitarinnar kemur fram að gríðarlega góður og öflugur tækjakostur sveitarinnar hafi gert björgunarsveitarfólki kleift að aka alveg sjúklingnum og koma honum þannig örugglega í sjúkrabíl og undir læknishendur, en líkur voru taldar á því að ganga hefði þurft með manninn í um tvær klukkustundir þar sem svæðið er erfitt yfirferðar.

Þá kemur fram að um hafi verið að ræða þriðja útkall sveitarinnar á skömmum tíma auk þess sem bæjarhátíðin Sjóarinn Síkáti hafi staðið yfir um helgina með tilheyrandi verkefnum.