Nýjast á Local Suðurnes

Á annan tug umferðaróhappa á bílastæðum lögreglu

Umferðastofa, í samvinnu við sveitarfélögin og lögreglu, hóf á síðasta ári að birta kort af þeim stöðum sem umferðaróhöpp eiga sér stað á hinum ýmsu stöðum um landið. Í Reykjanesbæ eru upplýsingarnar birtar á kortavefsjá sveitarfélagsins.

Ef kortið er skoðað má sjá að flest minniháttar umferðaróhöpp eiga sér stað í kringum miðbæinn, við flugstöðina og við verslunarkjarnana við Krossmóa og við Fitjar. Þá má til gamans geta þess að undanfarin ár hefur fjöldi minniháttar umferðaróhappa átt sér stað á bifreiðastæðum við lögreglustöðina á Hringbraut. Upplýsingarnar ná aftur til ársins 2005 og eru 17 minniháttar umferðaróhöpp skráð á bílastæðum lögreglunnar frá þeim tíma, þar af eitt inni í bílageymslum lögreglu.