sudurnes.net
Á annan tug umferðaróhappa á bílastæðum lögreglu - Local Sudurnes
Umferðastofa, í samvinnu við sveitarfélögin og lögreglu, hóf á síðasta ári að birta kort af þeim stöðum sem umferðaróhöpp eiga sér stað á hinum ýmsu stöðum um landið. Í Reykjanesbæ eru upplýsingarnar birtar á kortavefsjá sveitarfélagsins. Ef kortið er skoðað má sjá að flest minniháttar umferðaróhöpp eiga sér stað í kringum miðbæinn, við flugstöðina og við verslunarkjarnana við Krossmóa og við Fitjar. Þá má til gamans geta þess að undanfarin ár hefur fjöldi minniháttar umferðaróhappa átt sér stað á bifreiðastæðum við lögreglustöðina á Hringbraut. Upplýsingarnar ná aftur til ársins 2005 og eru 17 minniháttar umferðaróhöpp skráð á bílastæðum lögreglunnar frá þeim tíma, þar af eitt inni í bílageymslum lögreglu. Meira frá SuðurnesjumMannlaus bifreið sem flautaði ótt og títt raskaði næturró íbúaTekinn á fleygiferð með lyfjakokteil í blóðinuBláa lónið veitir íslenskum psoriasissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausuRökuðu inn milljónum króna á nokkrum dögum – “Margborgar sig að fara að umferðarreglum”easyJet býður ferðir til London á um 7.500 krónur – Bæta við flugleiðGrunaður um fíkniefnaakstur með ýmislegt fleira óhreint í pokahorninuBjörgunarsveitin Suðurnes kynnir nýliðaþjálfunMótmæla við FitjarHér verður Búllan staðsett – Átt þú inni borgara?Háaleitisskóli verður UNICEF réttindaskóli