Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum
Veðurstofan og Vegagerðin vara við því að búast megi við lélegu skyggni þegar líða tekur á daginn og er sérstaklega varað við því á vef Veðurstofunnar að akstursskilyrði gætu orðið erfið. Á Suðurnesjum og við innanverðan Faxaflóa verður hvasst um tíma síðdegis með snjókomu eða éljum og skafrenningi.
Þá er hálka eða hálkublettir og skafrenningur á velflestum vegum á Suðurlandi.