Nýjast á Local Suðurnes

Auglýsing Nonna og Bubba frá árinu 1958 fer á flug á veraldarvefnum

Gömul auglýsing frá verslun Nonna og Bubba hefur hafið sig til flugs á veraldarvefnum, líkt og undanfarin ár, en auglýsingin virðist henta vel til deilingar á þessum árstíma. Auglýsingunni er beint til eiginmanna sem er bent á skemmtilegar jólagjafir sem vert er að gefa eiginkonunni.

Auglýsingin skaut upp kolli á Facebook-síðunni Keflavík og Keflvíkingar fyrir nokkrum árum og hefur eins og áður segir verið afar vinsæl til deilingar á samfélagsmiðlinum vinsæla.

Verslun Nonna og Bubba var stofnuð í sandgerði árið 1944 og útibú var síðan opnað í Keflavík árið 1952.

nonni og bubbi