Nýjast á Local Suðurnes

Stórhætta skapaðist á Reykjanesbraut – “Er Stopp-hópurinn lítið annað en vettvangur fyrir röfl?”

Ástand Reykjanesbrautar er gert að umræðuefni í Facebook-hópnum Stopp-hingað og ekki lengra, en stórhætta er sögð hafa skapast í morgun þegar hjölför fylltust af vatni.

Í pistli á síðunni segir Margeir Vilhjálmsson að stórhætta hafi skapast á veginum í morgun og að brautin hafi varla verið ökuhæf. Í ummælum við pistil Margeirs ef meðal annars birt ljósmynd af bíl sem flaut upp úr hjólförum og endaði utanvegar.

“Í morgun kl. 8:30 lést Reykjanesbrautin af völdum skorts á viðhaldi. Mikill vatnselgur drekkti henni þannig akreinar í suðurátt áttu sér ekki viðreisnar von. Slíkt var hættuástandið að við stórslysum lá.
Blessuð sé minning hennar.” Segir Margeir meðal annars í pistli sínum.

Þá minnir Margeir ráðamenn á kosningaloforð fyrir síðustu Alþingiskosningar og hvetur stjórnendur Stopp-hópsins til að beita áframhaldandi þrýstingi og spyr hvort hópurinn sé orðinn að vettvangi fyrir röfl sem enginn hlustar á.

“Ég man ekki betur en að fagurgalinn á neyðarfundum vegna ástands og lúkningu á tvöföldun brautarinnar hafi verið slíkur að sjá ætti til lands innan fárra ára.” Segir Margeir

“Er allur kraftur runninn úr þessum þrýstihópi og hann kannski lítið annað en enn einn vettvangurinn fyrir röfl sem ekki er hlustað á.”