Nýjast á Local Suðurnes

Slasaðist eftir að hafa ekið á dekk

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Flytja þurfti einn með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í vikunni þegar hann ók bifreið sinni yfir hjólbarða sem lá á Grindavíkurvegi. Örsök slyssins var sú að tveir hjólbarðar duttu undan vörubifreið sem ekið var eftir veginum og lá annar þeirra á akbrautinni.

Var fjórum bifreiðum ekið yfir hann, þar af tveimur smárútum með samtals 26 farþegum. Skemmdir urðu á öllum bifreiðunum, mismiklar þó. Ökumaðurinn sem flytja þurfti undir læknishendur var einn í sinni bifreið og var hann með mikinn höfuðverk eftir að loftpúðarnir í henni höfðu sprungið út við höggið.