Gerir ráð fyrir slæmum aðstæðum á Reykjanesbraut á laugardag

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni, spáir stormi á suðvesturlandi frá hádegi og fram til klukkan sex á laugardagskvöld. Veðrið mun meðal annars hafa áhrif á Suðurnesjum.
Um miðjan dag má þannig gera ráð fyrir 20-25 m/s vindi þvert yfir Reykjanesbrautina á sama tíma og mikil bleyta verður á veginum.