Nýjast á Local Suðurnes

Mest mun mæða á Reykjanesbraut – Gagnvirkt kort sýnir lokanir

Mest mun mæða á Reykjanesbraut og verður töluvert um lokanir á meðan leiðtogafundinum í næstu viku stendur, sérstaklega þegar leiðtogum verður fylgt á milli flugvalla. Flugfarþegar þurfa að gefa sér rúman tíma til þess að komast til og frá Keflavíkurflugvelli á meðan leiðtogafundinum stendur.

Helstu álagspunktar verða á þriðjudag á milli klukkan 14 og 17 – og upp úr hádegi á miðvikudag til klukkan 15, þegar leiðtogunum er fylgt á milli flugvalla.

Gagnvirkt yfirlitskort sem sýnir takmarkanir á aðgengi og áhrifasvæði banns við drónaflugi má nálgast hér.  Allar upplýsingar um lokanir og takmarkanir má finna á vef stjórnarráðsins, http://www.utn.is/gotulokanir