Nýjast á Local Suðurnes

Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun á Grindavíkurvegi

Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt.

Kaflinn sem um ræðir eru á milli Bláalónsvegar og Grindavíkur. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017 og er töluvert síðan búnaðurinn var settur upp.

Vegagerðin ber ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins, en Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á úrvinnslu og innheimtu sekta.