Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar koma til móts við unga fótboltakrakka

Njarðvíkingar hefja sumaræfingar í knattspyrnu fyrir leikskólabörn fimmtudaginn 11.júní næstkomandi. Félagið mun koma til móts við þau börn sem misstu úr æfingar vegna samkomubanns.

Alls verða æfingarnar átján talsins yfir sumartímann og munu allir þátttakendur fá Njarðvíkurbuff. Farið verður á Arion bankamótið í ágúst ásamt því að spila æfingaleiki við önnur félög í sumar.

Æfingar fara fram á æfingasvæði Njarðvíkur við Afreksbraut undir dyggri stjórn reynsluboltans Freys Brynjarssonar.

Þau börn sem hafa verið á æfingum í vetur og borgað fullt gjald fyrir það námskeið fá veglegan afslátt af þessu námskeiði vegna þeirra æfinga sem féllu niður í vetur þegar samkomubann var í gildi.

Nánari upplýsingar má finna á vef Knattspyrnudeildar Njarðvíkur, UMFN.is.