Nýjast á Local Suðurnes

Mogensen hótel á Ásbrú – “Sannfærður um að Suðurnesin eigi mikið inni”

Félag í eigu Skúla Mogensen, stofnanda WOW-Air, TF-KEF, hefur fest kaup á þremur fasteignum á Ásbrú. Fasteignirnar, sem samtals eru um 6500 fermetrar að stærð eru keyptar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco.

Ein af byggingunum þremur kemur til með að vera í langtímaleigu og er nú verið að standsetja þar 24 íbúðir. Í hinum tveimur fasteignunum verður rekið  lággjalda flughótel með um 100 herbergjum og hótelíbúðum. Fyrirhuguð opnun er í júlí á þessu ári.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn á heimaslóðir enda fæddur í Keflavík og hlakka til að hefja uppbyggingu á svæðinu. Ég er sannfærður um að Suðurnesin eigi mikið inni enda kallar stækkun flugvallarins og áframhaldandi aukning ferðamanna á mikla fjárfestingu og uppbyggingu á svæðinu sem ætti að verða öllum til góða,“ segir Skúli Mogensen, eigandi Títan fasteigna í tilkynningu.