Nýjast á Local Suðurnes

Allir leikir í beinni á HM-skjánum

Allir leikirnir Heimsmeistarkeppninnar í knattspyrnu verða sýndir í beinni útsendingu á HM-skjánum í Reykjanesbæ, sem staðsettur er í skrúðgarðinum í Keflavíkurhverfi.

Ýmislegt spennandi verður í boði á svæðinu, andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina auk þess sem ýmis varningur verður seldur á staðnum.

HM-skjárinn var einnig settur upp í tengslum við EM fyrir tveimur árum og var mikið fjölmenni á svæðinu á stundum. Lögreglumenn á Suðurnesjum tóku forskot á HM-sæluna og tryggðu sér bestu stæðin eins og sjá má á mefylgjandi stöðufærslu þeirra svartklæddu.