Nýjast á Local Suðurnes

Humarveisla á hjólum í Reykjanesbæ um helgina

Starfsmenn Lobster-hut munu, að vanda, standa humarvaktina í veitingavagninum á tónlistarhátíðinni Keflavíkurnóttum, sem fram fer á öllum skemmtistöðum Reykjanesbæjar um helgina. Vagninn verður staðsettur við skemmtistaðinn H-30 á Hafnargötu.

Lubster-hut býður upp á eitt besta humarsalat heims, saðsama humarsúpu og bragðmiklar humarsamlokur af bestu gerð, enda aðeins besta fáanlega hráefni notað við framleiðsluna. Opið verður í vagninum föstudag og laugardag frá 17 til 21 og 00 til 05.