sudurnes.net
Styrktu ýmis félög um fjórar milljónir króna eftir vel heppnaða skötuveislu - Myndir! - Local Sudurnes
Félag krabba­meins­sjúkra barna, eldri borg­ar­ar, Íþrótta­fé­lagið Nes, Skát­arn­ir í Kefla­vík og Vel­ferðarsjóður Suður­nesja voru á meðal þeirra félaga sem hlutu styrk þegar árleg Skötuveisla var haldin í Garði í gær. Alls námu styrkirnir á fjórðu milljón króna. Þetta var í ell­efta sinn sem veisl­an er hald­in, en að henni standa alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson og nokkur vinahjón. Ýmsir kunnir listamenn héldu uppi stemn­ing­unni í Garðinum í gær­kvöldi, þeirra á meðal Gunnar Þórðarson, en auk þekktra listamanna tóku meðal annars bæjarstjórinn í Garði, Magnús Stefánsson og lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjart­ans­son lagið. Ásmundur birti fjölda mynda frá veislunni á Facebook-síðu sinni, en þær má finna hér fyrir neðan. Meira frá SuðurnesjumSkötumessan í Garði í kvöld – Fagna 10 ára afmæliFlottur flugþjónn! Hjörleifur kvaddi farþega WOW-air með söng – Myndband!Sigvaldi Arnar Suðurnesjamaður ársins – Fékk 95% atkvæðaFjölmiðlahópur 3S tók lauflétt viðtöl við valinkunna Sandgerðinga – Myndband!Keflvíkingar þjófstörtuðu þorra með geggjaðri flugeldasýningu – Myndband!Erlendir ferðamenn spreyttu sig á íslenskum lögum – Myndband!Leikskólinn Laut í Grindavík fékk Grænfána í þriðja sinnDómaraskortur í Vogum – Ýmis flott fríðindi í boði fyrir dómaraHjólbörutónleikar endurteknir á Ljósanótt – Myndband!Kynna drög að framtíðarsýn um Sjóarann síkáta