Töluvert tjón vegna flóða í Garði
Töluvert tjón hefur orðið í Garði, Suðurnesjabæ, eftir að flætt hefur inn í nokkur hús. Um er að ræða að minnsta kosti eitt einbýlishús og nokkur fyrirtæki.
Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og aðstoða eigendur húseigna við að dæla sjó sem flætt hefur inn.
Fleiri flóðamyndir má sjá á Snappinu ‘localsudurnes’