Reykjanesbær boðar Umhverfisstofnun á fund – “Munum ekki styðja rekstur sem skaðar íbúa”

Bæjarráð Reykjanesbæjar mum funda með fulltrúum Umhverfisstofnunar næstkomandi fimmtudag, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um magn arsens í útblæstri frá verksmiðju United Silicon í Helguvík.
Mikil umræða hefur verið í gangi á samfélagsmiðlunum undanfarna daga, eftir að DV og RÚV birtu umfjallanir um að arsenmengun frá verksmiðju United Silicon sé langt yfir þeim áætlunum sem fyrirtækið gerði ráð fyrir í umhverfismati og þeim umhverfismörkum sem leyfileg eru.
Fulltrúar Reykjanesbæjar hafa verið í sambandi við fulltrúa Umhverfisstofnunnar undanfarna daga og að fyrirhugað er að fulltrúar stofnunnarinnar mæti á fund bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar segir að Reykjanesbær muni ekki styðja rekstur sem skaðar íbúa.
“Við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun undanfarna daga og munu fulltrúar stofnunarinnar koma til fundar við bæjarráð nk. fimmtudag. Við munum ekki styðja rekstur sem skaðar íbúa.” Sagði Guðbrandur í samtali við Suðurnes.net