Nóg að gera hjá björgunarsveitum – Myndband!

Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum hafa í nægu að snúast þessa stundina, en töluvert hefur verið um fok á þakplötum og klæðningum á Suðurnesjum enda vindur mælst um og yfir 40 m/s í hviðum.
Meðfylgjandi myndband er frá Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, en þar hafa 15 björgunarsveitarmenn verið að störfum síðan klukkan 15 í dag.