Nýjast á Local Suðurnes

Tjón á strætó á aðra milljón – Óska eftir myndefni

Tjón rekstraraðila strætó í Reykjanesbæ vegna skemmdarverka sem unnin voru á innanstokksmunum í einni af bifreiðum félagsins í síðustu viku er vel á aðra milljón króna.

Þetta kemur fram í máli framkvæmdastjóra fyrirtækisins í umræðum um málið í Facebook-hópnum Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri, en á þeim vettvangi óskar framkvæmdastjórinn einnig eftir myndefni sem einhver kann að hafa undir höndum. Eftirlitsmyndavélar eru um borð í vögnum fyrirtækisins, en þær duga ekki til að bera kennsl á skemmdarvargana.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins býður vegleg “fundarlaun” fyrir myndefni, sé það nothæft til þess að finna viðkomandi skemmdarvarga.