Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara “surfar” á Hawaii – Slakar á eftir heimsleikana

Sumarleyfisparadísin Hawaii er kjörin staður til að slaka á eftir erfiða keppni, crossfitkempan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir nýtu lífsins á þessum fagra stað um þessar mundir, en hún lauk keppni á heimsleikunum í crossfit á dögunum í þriðja sæti. Fram kom í uppgjörsþætti keppninnar að hún hafi verið mun erfiðari í ár en oft áður og samkeppnin mun meiri.

Á opinberri Facebook-síðu Ragnheiðar Söru segir að stúlkan hafi nýtt tækifærið og skellt sér á námskeið á brimbretti á Hawaii, enda hafi það verið draumur hennar frá 10 ára aldri að læra á slíka græju.

sara surf