Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdir unnar á 18 bílum

Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að á henni eru bílar

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum, en í nótt voru unnin eignaspjöll á að minnsta kosti 18 bifreiðum í Reykjanesbæ.

Bifreiðarnar voru lagðar við Hólagötu, Njarðargötu og Faxabraut. Í öllum tilvikum voru hliðarspeglar brotnir af.

Löregl­an­ biður þá sem urðu vitni að eða hafa upplýsingum um verknaðinn að hafa sam­band við lögreglu.