Nýjast á Local Suðurnes

Kona á fimmtugsaldri lést í Grindavík – Einn í haldi lögreglu

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar andlát konu á fimmtugsaldri sem lést í Grindavík á sjötta tímanum í gærkvöldi.

Þetta kemur fram á vef DV.is, en þar segir í frétt sem skrifuð er að höfðu samráði við aðstandendur að konan hafi verið fædd og uppalin í Grindavík. Hún átti þrjú börn.

Karlmaður var handtekinn í tengslum við málið, en lögreglumenn gengu meðal annars í nálæg hús í Grindavík í gær í leit að vitnum.