Nýjast á Local Suðurnes

Andlát í Grindavík til rannsóknar

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar andlát sem varð í Grindavík á sjötta tímanum í dag. Fyrst var greint frá  málinu á vef Fréttablaðsins en þar er lögreglan sögð hafa handtekið einn í tengslum við málið.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hefur samkvæmt mbl.is og Vísi.is varist allra frétta og neit­ar að staðfesta nokkuð, seg­ir til­kynn­ing­ar að vænta síðar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Frétta­blaðsins hef­ur lög­regl­an gengið í ná­læg hús í Grinda­vík og leitað vitna í tengsl­um við málið.