Nýjast á Local Suðurnes

Stórt þak að fjúka á Keflavíkurflugvelli

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Björgunarsveitir voru kallaðar út a tíunda tímanum í kvöld vegna þaks sem talið var að væri að fjúka af hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Börgunarsveitarfólk er á vettvangi og aðstoðar verktaka á svæðinu við að ná tökum á aðstæðum.

Samkvæmt upplýsingum suðurnes.net er þakið um tvö hundruð fermetrar að stærð.