Nýjast á Local Suðurnes

Dagar buðu best í ræstingar – 100 milljóna munur á lægstu tilboðum

Fjögur fyrirtæki skiluðu inn tilboðum í ræstingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tilboðin voru opnuð í dag og bíða nú yfirferðar af kaupanda.

Dagar hf. átti lægsta tilboðið, en tæplega 100 milljónum króna munaði á því boði og því næst lægsta.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Nafn bjóðandaUpphæð
Dagar hf256.628.167 kr.
Sólar ehf470.626.055 kr.
AÞ þrif ehf386.552.555 kr.
iClean ehf346.808.600 kr.