Mikið verið framkvæmt í Reykjanesbæ í sumar
Talsvert hefur verið unnið í framkvæmdum og viðgerðum á ýmsum stöðum í Reykjanesbæ í sumar. Nýtt tjaldsvæði í Reykjanesbæ er við Víkingaheima og verður tekið í notkun næsta vor. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein sem bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Kjartan Már Kjartansson ritar og birt er á vef sveitarfélagsins. Í pistlinum eru taldar upp framkvæmdir sem farið hefur verið í í sumar og framundan eru.
Lóð hæfingarstöðvarinnar á Ásbrú var lagfærð auk þess sem lóð leikskólans Hjallatúns var stækkuð. Hjólaleið niður í bæ, í framhaldi af hjólastígnum frá Leifsstöð, var merkt og slætti opinna svæða sinnt eins og þurfti. Unnið er að endurbótum á Fischershúsi og verður þremur hliðum af fjórum lokið á þessu ári. Lýsing í völdum húsum hefur verið endurnýjuð þar sem orkufrekum ljósgjöfum hefur verið skipt út fyrir LED ljósgjafa sem eru margfalt ódýrara í rekstri.
Pistil bæjarstjóra má finna hér í heild sinni.