Sandgerðisbær gefur frí frá hádegi í dag
Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að starfsmönnum Sandgerðisbæjar verði gefið frí frá hádegi 19. júní 2015 í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna, þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
Skipulögð hátíðahöld eru áformuð víða um land þennan dag og með því að gefa frí er starfsmönnum Sandgerðisbæjar gefinn kostur á að taka þátt í þeim.
Stofnanir bæjarins verða því lokaðar frá hádegi 19.júní en öll neyðarþjónusta verður til staðar.
Sandgerðisbær vill með þessu hvetja starfsmenn bæjarins til að taka þátt í hátíðarhöldunum.