Nýjast á Local Suðurnes

Sandgerðisbær gefur frí frá hádegi í dag

Bæj­ar­ráð Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að starfs­mönn­um Sandgerðisbæj­ar verði gefið frí frá há­degi 19. júní 2015 í til­efni 100 ára af­mæl­is kosn­inga­rétt­ar ís­lenskra kvenna, þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Skipu­lögð hátíðahöld eru áformuð víða um land þenn­an dag og með því að gefa frí er starfsmönn­um Sandgerðisbæj­ar gef­inn kost­ur á að taka þátt í þeim.

Stofn­an­ir bæj­ar­ins verða því lokaðar frá há­degi 19.júní en öll neyðarþjón­usta verður til staðar.

Sandgerðisbær vill með þessu hvetja starfs­menn bæj­ar­ins til að taka þátt í hátíðar­höldunum.