Nýjast á Local Suðurnes

Akstursíþróttafélag Suðurnesja kynnir rallycross

Miðvikudaginn 27. janúar næstkomandi mun Akstursíþróttafélag Suðurnesja standa fyrir kynningu á rallycrossi að Smiðjuvöllum 6 í Reykjanesbæ.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu mun verða farið yfir allt sem áhugasamir þurfa mögulega að vita til að byrja í þessu ört vaxandi sporti. Einnig verða bílar og búnaður til sýnis og sölu á svæðinu.

Nánari upplýsingar má finna hér.