Nýjast á Local Suðurnes

Tryggvi Guðmundsson genginn til liðs við Njarðvík

Knattspyrnumaðurinn sókndjarfi Tryggvi Guðmundsson er gengin til liðs við Njarðvíkinga og mun leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu, þetta kemur fram í tikynningu á Facebooksíðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur.

“Tryggvi Guðmundsson mun leika með okkur það sem eftir lifir sumars. Þetta fékkst staðfest núna fyrir stundu. Vonandi mun Tryggvi styrkja liðið í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Miðla af sinni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna liðsins. Heppnin ekki verið með okkur í sumar. Liðið oft spilað vel en ekki fengið stig úr leikjum. Vonandi fer þessi þróun að snúast við,” segir á Facebooksíðunni