Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fundu kana fyrir “El classico”

Fyrrum leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, Jeremy Atkinson mun koma til með að leika með Njarðvíkingum það sem eftir lifir tímabilsins. Njarðvíkingar þekkja vel til Atkinson og segist Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga vera spenntur að fá hann til liðsins í spjalli við Karfan.is, en þessi vinsælasti körfuboltavefur landsins greindi frá komu Atkinson til Njarðvíkur fyrstur allra miðla.

“Við Þekkjum vel til Atkinson eftir að hafa barist við hann í úrslitakeppninni sl tímabil, vitum hvað hann getur og erum spenntir að fá hann til liðs við okkur.” sagði Friðrik Ingi Rúnarsson í spjalli við Karfan.is.

Koma Atkinson mun án efa styrkja liðið fyrir krefjandi verkefni sem það á fyrir höndum á föstudagskvöld en þá leikur liðið hinn svokallaða “El classico” leik gegn efsta liði Dominos-deildarinnar, Keflavík í TM-Höllinni.