Nýjast á Local Suðurnes

Davíð fór holu í höggi

Davíð Jónsson fór holu í höggi á 8 braut í Firmakeppni golfklúbbs Suðurnesja sem fór fram í gær. Lið Kosmos og Kaos sigraði en fyrir þau léku Guðmundur Bjarni Sigurðsson og Inga Birna Ragnarsdóttir.

Firmakeppni GS fór fram í gær við frábærar aðstæður. Fjölmargir sýndu fína takta á vellinum en þó var einn sem stal senunni. Davíð Jónsson (Hótel Keflavík) lék fyrsta hringinn sinn í Leirunni þetta árið og sló hann í stöngina á þriðju holu og hafði upp úr krafstinu nándarverðlaun þar. Davíð bætti um betur á næstu par-3 holu, þeirri áttundu, en þá fór hann holu í höggi. Önnur nándarverðlaun þar.

Þrátt fyrir frábæra spilamennsku hjá Daví ná’i Hótel Keflavík ekki að sigra firmakeppnina en sigurvegarar keppninnar í ár voru eins og fyrr segir þau Guðmundur Sigurðsson og Inga Birna Ragnarsdóttir sem léku fyrir hönd Kosms & Kaos.

 

Mynd: ÍTFR