Mikið svifrik vegna gróðurelda
Mikið svifryk vegna gróðurelda hefur mælst suðvestanlands vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni.
Ryki hefur blásið meðal annars yfir í Voga og Reykjanesbæ en mælist minna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur svifrykið mælst á Selfossi og í Hveragerði. Svifrykið er hættulegt fyrir viðkvæma einstaklinga og börn úti í vögnum, að sögn sérfræðinga Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu mbl.is.