Leikskóla lokað vegna kórónuveirusmits

Leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ hefur verið lokað, eftir að sex starfsmenn greindust smitaðir af kórónuveirunni.
Allir starfsmenn leikskólans og 85 leikskólabörn eru í sóttkví vegna þessa. Leikskólinn verður lokaður út vikuna hið minnsta. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.