Nýjast á Local Suðurnes

Rök fyrir endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmáli

Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða telur að rök séu fyrir endurupptöku á máli Sævars Ciesielskis, Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahns Skaftasonar. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins, ruv.is.

Upphaf másins má rekja til dularfulls hvarfs Geirfinns Einarssonar kvöldið 19. nóvember 1974 en sem kunnugt er hvarf Geirfinnur eftir að ókunnur maður hafði hringt í hann og mælt sér mót við hann við Hafnarbúðina í Keflavík.

Lögmenn þeirra sem fóru fram á endurupptöku hafa nú frest til ágústloka til að skila athugasemdum við álit saksóknarans. Endurupptökunefnd tekur síðan ákvörðun um hvort málið verður tekið upp að nýju.