Stöðvuðu umfangsmikla kannabisræktun

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu síðastliðinn föstudag. Um var að ræða kannabisgræðlinga í tjaldi auk stórra planta sem fundust í þremur herbergjum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að samtals hafi verið um að ræða vel á þriðja hundrað kannabisplöntur, auk poka með kannabisefnum sem fundust við húsleitina.
Þá var hald lagt á tugi þúsunda króna, plönturnar og ræktunarbúnað. Húsráðandi var handtekinn og játaði að eiga ræktunina og hafa staðið einn að henni.