Nýjast á Local Suðurnes

Jörð skelfur enn við Grindavík

Jarðskjálfti af stærð M3,7 mældist utan við Grindavík um klukkan 20 í gærkvöldi, sá bíður staðfestingar Veðurstofu, en tveir minni, M3,3 og M3,2 mældustá svipuðum slóðum um klukkan 17. Tilkynningar bárust um að þeir hafi fundist í byggð, m.a. á höfuðborgarsvæðinu.

Niðurstöður jarðskorpumælinga við Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju.

Óvissustig vegna landriss er í gildi hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.